Jæja þá er nú alveg að koma að veknámstímanum. Ég ek á mínum eðalvagni suður á bógin á morgun, til Hveragerðis. Búin að pakka, það er alveg ótrúlegt hvað maður tekur alltaf mikið með sér, eins og maður sé að fara í burtu í langan tíma og komi ekkert heima í frí, svona er þetta alltaf hjá manni. En já ég er bara nokkuð góð með þetta, þó sé smá hnútur í maganum, svona smá stress en þetta verður bara gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég er búin að fá vaktarplan fyrstu þrjár vikurnar, bara morgun- og kvöldvaktir, afar gott að þurfa ekki að taka kvöldvaktir bara sæla með það.
Ég læt heyra í mér þegar fyrsta vaktin verður búin ef ég hef tíma við að gera ekki neitt við að hugsa bara um sjálfan sig.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi þér vel sunnan heiðar...og velkomin norður aftur
., 17.5.2008 kl. 23:16
Já mér þykir þú mögnuð að drífa þig í Hveragerði, gaman að fara eitthvað og upplifa eitthvað alveg nýtt. Ég byrja á Hlíð á morgun og ég er nú með hnút í maganum þrátt fyrir að hafa unnið áður á Hlíð, bara ekki þessari deild:) Gangi þér rosalega vel og það verður gaman að fylgjast með verknáminu hjá okkur öllum....Kv Ernan
Móðir, kona, sporðdreki:), 18.5.2008 kl. 09:22
Gaman hjá þér að breyta svona mikið til, óskaðiru eftir að fara í Hveragerði? frábært hjá ykkur sem eruð byrjaðar í verknáminu ég segi bara gangi þér sem best, kveðja Sjana
Kristjana Jónsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:39
Þetta hljómar spennandi... það er ekki smá vegalengd sem þú ferð til að fara í verknám...þetta með hnútinn í maganum það losnar engin við hann svona þegar maður er að byrja á nýjum stað.... ég er búin að vera viku og er enn hálf utangátta.. en það lagast bráðum, gangi þér glimrandi vel í verknáminu Elísabet og verum duglegar að blogga ( segir þessi blogg -lata) það er svo gaman að fylgjast með... kv Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 21.5.2008 kl. 23:07
Aldeilis gaman hjá þér að koma austur fyrir fjall og alla leið í Hveragerði, allir mjög ánægðir sem þar eru, þetta verður bara gaman hjá þér! Gangi þér allt í haginn. kveðja Auður
Margrét Auður Óskarsdóttir, 22.5.2008 kl. 10:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.