Finmmtudagur vikan búin

Ég er nú ekki mikið fyrir að blogga Blush Þegar ég sest við tölvuna finnst mér ég hafa margt annað að gera en að blogga, en þetta er eitt af verkefnunum á námsskránni, svo ég verð Shocking

Nú er ég búin að skila inn sálfræðiverkefninu úr 4.kafla, mér fannst það snúið kannske var þetta orð "skylirðing" að þvælast fyrir mér, mér fannst það tros, betra að nota nám í staðin. Ég ætla að nota helgin í sálfræðiprófið, þarf vonandi ekki að fara eða gera neitt sem truflar mig frá lestri. Síðast helgi fór illa námslega, var með bæði barnabörnin alla helgina. Síðan hélt ég mikið til í íþróttahúsinu að horfa á soninn spila körfubolta. Hann spilar í 9.flokki með Tindastól. Helgin á undan átti dóttirin að vera á Stykkilshólmi á sundmóti, en hún var svo veik að hún gat ekki farið. Hér er að ganga hálsbólga og kvef í fólki. Pinch

Nú ætla ég að fara að halla mér, er uppgefin eftir körfuboltatímann með "sexhópnum"

Góða nótt

Beta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Já þetta er svolítið snúið með skilyrðingarnar maður þarf að leggja höfuðið í bleyti  gott að vera búin að skila því svo sér maður hvað kemur út úr því   kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 29.10.2007 kl. 09:32

2 Smámynd: Margrét Auður Óskarsdóttir

Ég fór nú alveg í hringi með þetta verkefni það verður fróðlegt að sjá hver útkoman verður. Það er gaman að taka þetta próf vonandi gengur þér vel,kveðja Auður

Margrét Auður Óskarsdóttir, 29.10.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: Þórunn Óttarsdóttir

Blessuð Beta, það er þetta með börnin og barnabörnin þau mega víst ekki gleymast eða vera útundan þó maður sé í skóla og vinnu. Njótum þeirra sem mest (og þau vonandi okkar) við getum alltaf fundið smugu í lærdóminn og þurfum svo sem ekkert að fá 10 í öllu( þó það sé kannski skemmtilegra)

    kveðja úr Kefló 

Þórunn Óttarsdóttir, 4.11.2007 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband