Enn er kominn laugardagur. Vikurnar æða áfram. Þessi vika var afar stutt. Við vinnufélagarnir fórum í verslunar- og fræðsluferð til Reykjavíkur. Við fórum eftir vinnu á þriðjudag og komum heim á fimmtudagskvöld. Þræddum alla þær heildsælur og búðir sem eru með eitthvað til handmenntar. Einnig fórum við í heimsókn í Þorrasel sem er dagvist fyrir aldraða. Þar var vel tekið ámóti okkur og við fræddar um starfsemina þar, afara notarleg stund. Það er alltaf gaman að fara í þessar haustferðir okkar þó þær séu mjög lýjandi maður verður alveg andlaus (það er nú ekki nóg og gott þegar á að finna einhver spennandi handavinnuverkefni til að vinna með).
Í morgun þegar ég vaknaði var allt hvítt úti og hálfgerður garri. Bessi(heimiliskötturinn) honum leist ekki á en herti sig þó upp og fór út. Eftir hádegið fórum við hjónin fram í fjörð til að selja K-lykilinn gekk það bara vel þó snjór væri á vegi og eðalvagninn á sumardekkjum, ja við lentum utan vegar einu sinni það kom til vegna þess að við vikum fyrir bíl og runnum þá hægt og hljótt út af. Við fengum bónda á næsta bæ til að kippa í bílinn og draga okkur upp.
Nú er ég búin með sálfræðivekefnið og búin að senda það frá mér.
Kveð í bili
Beta
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og blessuð Elísabet! Gaman að heyra frá þér, flott síðan þín ég var sko í Skagafirði um helgina á Löngumýri að sauma bútasaum, hrikalega gaman sá hvergi þig................. gangi þér vel að lesa kveðja Auður
Margrét Auður Óskarsdóttir, 8.10.2007 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.