Færsluflokkur: Bloggar
Jæja þá er nú alveg að koma að veknámstímanum. Ég ek á mínum eðalvagni suður á bógin á morgun, til Hveragerðis. Búin að pakka, það er alveg ótrúlegt hvað maður tekur alltaf mikið með sér, eins og maður sé að fara í burtu í langan tíma og komi ekkert heima í frí, svona er þetta alltaf hjá manni. En já ég er bara nokkuð góð með þetta, þó sé smá hnútur í maganum, svona smá stress en þetta verður bara gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég er búin að fá vaktarplan fyrstu þrjár vikurnar, bara morgun- og kvöldvaktir, afar gott að þurfa ekki að taka kvöldvaktir bara sæla með það.
Ég læt heyra í mér þegar fyrsta vaktin verður búin ef ég hef tíma við að gera ekki neitt við að hugsa bara um sjálfan sig.
Bloggar | 17.5.2008 | 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er kominn 12. jan. 2008 tíminn líður hratt á gerfihnattaöld Hvernig er þetta fer ekki önnin að byrja? Ef hún fer ekki að byrja fer ég að verða háð því að gera ekki neitt á kvöldin!!
Jæja jólin og áramótin liðu hjá án nokkura vandkvæði hér á þessu heimili. Þó sumum af yngri kynslóðinni þætti seint byrjað að undirbúa hátíðirnar. Meir að segja var húsbóndinn að setja eldavélaháfinn upp seinnipartinn á þorláksmessu. Þegar ég var að dásama hann (sko háfinn) þá lét sonardóttirin sem er tveggja og hálfsárs ekki sitt eftir liggja að hæla afa sínum og sagði " afi, dugleg stelpa" Afinn gat ekki fengið betra hól Háfurinn (og húsbóndinn) kom að góðum notum við jólaeldamenskuna. Um áramótin var farið til Vestmannaeyja og dvalið hjá tengdaforeldrunum fram á þrettándann. Það var algjört letilíf etið og sofið út í eitt.
Nú er maður búin að vinna í eina viku og alveg uppgefin næsta verður auðveldari.
Jæja læt þetta vera gott í bili er að hugsa um að kíkja aðeins á sjónvarpið.
Beta
Bloggar | 12.1.2008 | 22:22 (breytt kl. 22:23) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er nú ekki mikið fyrir að blogga Þegar ég sest við tölvuna finnst mér ég hafa margt annað að gera en að blogga, en þetta er eitt af verkefnunum á námsskránni, svo ég verð
Nú er ég búin að skila inn sálfræðiverkefninu úr 4.kafla, mér fannst það snúið kannske var þetta orð "skylirðing" að þvælast fyrir mér, mér fannst það tros, betra að nota nám í staðin. Ég ætla að nota helgin í sálfræðiprófið, þarf vonandi ekki að fara eða gera neitt sem truflar mig frá lestri. Síðast helgi fór illa námslega, var með bæði barnabörnin alla helgina. Síðan hélt ég mikið til í íþróttahúsinu að horfa á soninn spila körfubolta. Hann spilar í 9.flokki með Tindastól. Helgin á undan átti dóttirin að vera á Stykkilshólmi á sundmóti, en hún var svo veik að hún gat ekki farið. Hér er að ganga hálsbólga og kvef í fólki.
Nú ætla ég að fara að halla mér, er uppgefin eftir körfuboltatímann með "sexhópnum"
Góða nótt
Beta
Bloggar | 25.10.2007 | 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Enn er kominn laugardagur. Vikurnar æða áfram. Þessi vika var afar stutt. Við vinnufélagarnir fórum í verslunar- og fræðsluferð til Reykjavíkur. Við fórum eftir vinnu á þriðjudag og komum heim á fimmtudagskvöld. Þræddum alla þær heildsælur og búðir sem eru með eitthvað til handmenntar. Einnig fórum við í heimsókn í Þorrasel sem er dagvist fyrir aldraða. Þar var vel tekið ámóti okkur og við fræddar um starfsemina þar, afara notarleg stund. Það er alltaf gaman að fara í þessar haustferðir okkar þó þær séu mjög lýjandi maður verður alveg andlaus (það er nú ekki nóg og gott þegar á að finna einhver spennandi handavinnuverkefni til að vinna með).
Í morgun þegar ég vaknaði var allt hvítt úti og hálfgerður garri. Bessi(heimiliskötturinn) honum leist ekki á en herti sig þó upp og fór út. Eftir hádegið fórum við hjónin fram í fjörð til að selja K-lykilinn gekk það bara vel þó snjór væri á vegi og eðalvagninn á sumardekkjum, ja við lentum utan vegar einu sinni það kom til vegna þess að við vikum fyrir bíl og runnum þá hægt og hljótt út af. Við fengum bónda á næsta bæ til að kippa í bílinn og draga okkur upp.
Nú er ég búin með sálfræðivekefnið og búin að senda það frá mér.
Kveð í bili
Beta
Bloggar | 6.10.2007 | 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það sem pirrar mig mest er ........................... draslið sem er á skrifborðinu mínu núna
Það væri sniðugt ef til væri ......................... sjálvirkur draslatiltakari af skrifborðinu
Af hverju er ekki boðið upp á ........................heila sem er ekki eins andlaus og ég er
Bloggar | 27.9.2007 | 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er hægt að hafa mann út í allt, blogg Þetta er byrjunin
Kveðja Beta
Bloggar | 27.9.2007 | 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar